Ungir Englendingar vinna allt en fá samt ekki séns í úrvalsdeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 17:15 Phil Foden er ein af vonarstjörnum Englands. vísir/getty Lítill spiltími enskra leikmanna er vaxandi vandamál í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega hjá ungum enskum leikmönnum sem fá ekki mörg tækifæri, sérstaklega hjá stórliðunum. Ensku unglingalandsliðin hafa verið að vinna stórmót reglulega undanfarin ár og þá var enski hópurinn á HM sem komst alla leið í undanúrslit mótsins sá yngsti á mótinu. Þrátt fyrir þetta hefur mínútum enskra leikmanna lítið sem ekkert fjölgað við upphaf nýrrar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Enskir leikmenn hafa aðeins fengið 19,6 prósent mínútna efstu sex liðanna í deildinni og í heildina ná ensku leikmennirnir bara tæpum þriðjungi spilaðra mínútna í sinni eigin deild. Þessari tölfræði var velt upp í myndveri BT Sport á Vicarage Road eftir leik Watford og Manchester United en þar voru sérfræðingarnir Rio Ferdinand, Tom Cleverley og Martin Keown spurði hvað þessir leikmenn þurfi hreinlega að gera til þess að fá mínútur.„Knattspyrnustjórarnir í deildinni eru ekki að stýra enska landsliðinu. Þeir hafa ekki áhyggjur af enska liðinu,“ segir Rio Ferdinand og var þá spurður hvort ensku leikmennirnir væru hreinlega ekki nógu góðir? „Augljóslega ekki. Ef þessir ungu strákar eins og Phil Foden (Man. City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea) og Dominik Solanke (Liverpool) væru nógu góðir þá væru þeir að spila reglulega. Starf knattspyrnustjórans hangir alltaf á bláþræði og því vilja þeir leikmenn sem vinna leiki strax. Þess vegna fá þessir ungu menn ekki tækifæri,“ segir Ferdinand. Landsliðsmiðvörðurinn fyrrverandi mælir með því að þessir strákir sparki upp hurðinni hjá knattspyrnustjórunum og heimti að fara á lán. „Paul Pogba vissi hversu góður hann var og sagðist vilja fara. Hann hafði ekki þolinmæði fyrir að bíða eftir að honum yrði ýtt inn í liðið á þeirra hraða þannig að hann fór og kom aftur inn um hina hurðina,“ segir Ferdinand. „Phil Foden fær ekki mikið að spila. Hann verður að fara eitthvað og spila. Sjáið bara hvernig Jadon Sancho gengur hjá Dortmund. Hann er að spila frábærlega í þýsku deildinni. Þessir strákar verða að komast í lið þar sem að þeir fá að spila annars staðna þeir bara,“ segir Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Lítill spiltími enskra leikmanna er vaxandi vandamál í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega hjá ungum enskum leikmönnum sem fá ekki mörg tækifæri, sérstaklega hjá stórliðunum. Ensku unglingalandsliðin hafa verið að vinna stórmót reglulega undanfarin ár og þá var enski hópurinn á HM sem komst alla leið í undanúrslit mótsins sá yngsti á mótinu. Þrátt fyrir þetta hefur mínútum enskra leikmanna lítið sem ekkert fjölgað við upphaf nýrrar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Enskir leikmenn hafa aðeins fengið 19,6 prósent mínútna efstu sex liðanna í deildinni og í heildina ná ensku leikmennirnir bara tæpum þriðjungi spilaðra mínútna í sinni eigin deild. Þessari tölfræði var velt upp í myndveri BT Sport á Vicarage Road eftir leik Watford og Manchester United en þar voru sérfræðingarnir Rio Ferdinand, Tom Cleverley og Martin Keown spurði hvað þessir leikmenn þurfi hreinlega að gera til þess að fá mínútur.„Knattspyrnustjórarnir í deildinni eru ekki að stýra enska landsliðinu. Þeir hafa ekki áhyggjur af enska liðinu,“ segir Rio Ferdinand og var þá spurður hvort ensku leikmennirnir væru hreinlega ekki nógu góðir? „Augljóslega ekki. Ef þessir ungu strákar eins og Phil Foden (Man. City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea) og Dominik Solanke (Liverpool) væru nógu góðir þá væru þeir að spila reglulega. Starf knattspyrnustjórans hangir alltaf á bláþræði og því vilja þeir leikmenn sem vinna leiki strax. Þess vegna fá þessir ungu menn ekki tækifæri,“ segir Ferdinand. Landsliðsmiðvörðurinn fyrrverandi mælir með því að þessir strákir sparki upp hurðinni hjá knattspyrnustjórunum og heimti að fara á lán. „Paul Pogba vissi hversu góður hann var og sagðist vilja fara. Hann hafði ekki þolinmæði fyrir að bíða eftir að honum yrði ýtt inn í liðið á þeirra hraða þannig að hann fór og kom aftur inn um hina hurðina,“ segir Ferdinand. „Phil Foden fær ekki mikið að spila. Hann verður að fara eitthvað og spila. Sjáið bara hvernig Jadon Sancho gengur hjá Dortmund. Hann er að spila frábærlega í þýsku deildinni. Þessir strákar verða að komast í lið þar sem að þeir fá að spila annars staðna þeir bara,“ segir Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira