Utanríkisráðuneytið heimilaði lendingu herflugvéla í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 18:30 Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila. Utanríkismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila.
Utanríkismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira