Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20