Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20