Keith Richards er hættur að drekka Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 21:23 Keith Richards á tónleikum. Vísir/Getty Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“ Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“
Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25