Keith Richards er hættur að drekka Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 21:23 Keith Richards á tónleikum. Vísir/Getty Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“ Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“
Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25