Keith Richards er hættur að drekka Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 21:23 Keith Richards á tónleikum. Vísir/Getty Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“ Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“
Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25