Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 13:32 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en þverpólitísk samstaða er um hana. vísir/stefán Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira