Boða breytingar á sviði barnaverndar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 10:20 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar. Fréttablaðið/Pjetur Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Markmiðið er að efla og þróa barnaverndarstarf í landinu og styrkja stjórnsýslu málaflokksins samkvæmt frétt á vef Velferðarráðuneytisins. Frumvarp til laga um eftirlit með barnavernd er komið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Hluti þessara verkefna verður á höndum nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar sem tekur til starfa innan velferðarráðuneytisins á næstu vikum. Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, var metin hæfust 22 umsækjenda til að fara með stjórn stofnunarinnar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Barnaverndarstofu og forstjóra hennar og lögðu fram umkvartanir þar að lútandi. Velferðarráðuneytið tók þær til efnislegrar umfjöllunar sem nú er lokið og hafa niðurstöðurnar verið kynntar aðilum málsins.Á grundvelli trausts og trúnaðar Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd: „Einstaklingar og stofnanir sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar verða að geta unnið saman á grundvelli trausts og trúnaðar og fá ef nokkur viðfangsefni stjórnsýslunnar eru mikilvægari og viðkvæmari en þessi. Eftir viðræður við formenn barnaverndarnefndanna og forstjóra Barnaverndarstofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skapist og skilyrði fyrir fagleg vinnubrögð verði sem best,“ sagði Ásmundur að loknum fundinum í dag. Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun nýtast við yfirstandandi endurskoðun barnaverndarlaga sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Í frétt Velferðarráðuneytisins kemur fram að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, muni á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins. Tengdar fréttir Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Markmiðið er að efla og þróa barnaverndarstarf í landinu og styrkja stjórnsýslu málaflokksins samkvæmt frétt á vef Velferðarráðuneytisins. Frumvarp til laga um eftirlit með barnavernd er komið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Hluti þessara verkefna verður á höndum nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar sem tekur til starfa innan velferðarráðuneytisins á næstu vikum. Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, var metin hæfust 22 umsækjenda til að fara með stjórn stofnunarinnar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Barnaverndarstofu og forstjóra hennar og lögðu fram umkvartanir þar að lútandi. Velferðarráðuneytið tók þær til efnislegrar umfjöllunar sem nú er lokið og hafa niðurstöðurnar verið kynntar aðilum málsins.Á grundvelli trausts og trúnaðar Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd: „Einstaklingar og stofnanir sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar verða að geta unnið saman á grundvelli trausts og trúnaðar og fá ef nokkur viðfangsefni stjórnsýslunnar eru mikilvægari og viðkvæmari en þessi. Eftir viðræður við formenn barnaverndarnefndanna og forstjóra Barnaverndarstofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skapist og skilyrði fyrir fagleg vinnubrögð verði sem best,“ sagði Ásmundur að loknum fundinum í dag. Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun nýtast við yfirstandandi endurskoðun barnaverndarlaga sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Í frétt Velferðarráðuneytisins kemur fram að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, muni á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins.
Tengdar fréttir Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15