Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 13:14 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira