Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 13:14 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira