Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2018 08:00 Stelpunum okkar gengur ekkert síður vel en strákunum okkar í fótboltanum. Ísland er í toppsæti síns riðils í undankeppni HM 2019 í fótbolta og spilar úrslitaleikinn um fyrsta sætið í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45