Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 07:30 Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson munu ekki gleyma 16. júní 2018 í bráð. vísri/vilhelm Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira