Nýtti tækifærið og þakkaði strákunum okkar fyrir kveðjuna fallegu Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 17:45 Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32
Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00