70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni. Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni.
Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira