Heimir Hallgrímsson fór yfir liðsvalið sitt og væntanlega mótherja og möguleika íslenska liðsins að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni.
Framundan eru tveir síðustu leikir liðsins í undankeppni HM. Ísland er í öðru sæti riðilsins fyrir leikina með sama stigafjölda og topplið Króata. Það er því ansi mikið undir í þessum leikjum.
Leikurinn gegn Tyrkjum fer fram ytra föstudaginn 6. október og lokaleikur íslenska liðsins í riðlinum er á heimavelli gegn Kosóvó mánudaginn 9. október.
Hér fyrir neðan má sjá á eftir útsendingu frá fundinum en enn neðar má síðan lesa textalýsingu þar sem farið var yfir það helsta sem kom fram á blaðamannfundinum í Laugardalnum í dag.