Heimir: Hrikalega gott fyrir strákana að þekkja lætin út í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:49 Frá leik Íslands og Tyrklands úti í Tyrklandi árið 2015. Tyrkir tryggðu sig inn á EM með sigri. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira