Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2017 14:45 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar vitni í máli Aldísar Hilmarsdóttur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. Þetta kom fram í máli Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, þegar mál Aldísar gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aldís sakar lögreglustjóra um að víkja sér úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar með ólögmætum hætti í fyrra og að hafa lagt sig í einelti. Tveir lögreglumenn í fíkniefnadeildinni voru sakaðir um spillingu í starfi þegar Aldís stýrði deildinni. Sigríður Björk bar í morgun að bæði ríkissaksóknari og greiningardeild ríkislögreglustjóra hefðu ekki treyst deildinni. Sagði hún að Aldís hefði starfað náið með öðrum lögreglumanninum sem var sagður spilltur og hafi verið í afneitun um að taka þyrfti á málum hans.Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í héraðsdómi í dag ásamt lögmanni sínum.vísir/eyþórVísir að „óæskilegum hreyfingum“ innan fíkniefnadeildarinnar Friðrik Smári var yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar og næsti yfirmaður Aldísar þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni. Hann vísaði til samtals sem hann átti við lögreglustjóra 13. janúar í fyrra. Þar hafi Sigríður Björk sagt að hugsanlega þyrfti að skoða mál Aldísar vegna hylmingar í tengslum við mál annars lögreglumannsins sem var sakaður um spillingu.Rannsókn á þeim lögreglumanni var síðar felld niður og hefur hann höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna þess. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum. Hinn lögreglumaðurinn, Jens Gunnarsson, var hins vegar sakfelldur vegna spillingar í starfi. Jón H.B. Snorrason, sem var aðstoðarlögreglustjóri og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarinnar, hafði áður borið að Jens hefði verið einn aðalheimildamanna kæru á hendur hinum lögreglumanninum. Lýsti hann því sem vísi að því að „óæskilegar hreyfingar hafi verið í gangi“ innan fíkniefnadeildarinnar.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, og hægra megin Jón H. B. Snorrason, núverandi aðstoðarlögreglustjóri.lögreglanEnginn „urmull“ kvartana vegna Aldísar Komið hafði fram að harðar deilur höfðu geisað innan fíkniefnadeildarinnar sem skiptist í tvær ólíkar fylkingar. Sigríður Björk sagði að sér hefðu borist margar kvartanir undan því að Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Friðrik Smári sagði aftur á móti að enginn „urmull“ kvartana hefði borist vegna Aldísar, umfram það sem gengur og gerist. Einhverjum lögreglumönnum hafi fundist fram hjá sér gengið eða þeir ekki metnir að verðleikum. Sigríður Björk hafði sagt að hún hefði talið einhverja kvartendanna ofan af því að lýsa yfir vantrausti á Aldísi til að hlífa henni. Um þau rök sem lögreglustjóri lagði til grundvallar því að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar sagði Friðrik Smári að hann hefði slegið úr og í hvaða ástæður lágu þar að baki. Ein ástæðan væri að greiningardeild ríkislögreglustjóra treysti henni eða deild hennar ekki, önnur að hún ynni gegn lögreglustjóra. Enn önnur væri rannsóknirnar á lögreglumönnunum tvær.Kannaðist ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni Sjálf sagði Sigríður Björk í morgun að hún hefði þurft að grípa til aðgerða í fíkniefnadeildinni þar sem trúverðugleiki lögreglunnar væri í húfi. Jón H. B. kannaðist hins vegar ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni. Það byggðist á misskilningi á því hvernig samstarfi þessar tveggja eininga væri háttað. „Því miður eru það einhverjar staðlausar meiningar að lýsa þessu svona,“ sagði Jón. Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. Þetta kom fram í máli Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, þegar mál Aldísar gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aldís sakar lögreglustjóra um að víkja sér úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar með ólögmætum hætti í fyrra og að hafa lagt sig í einelti. Tveir lögreglumenn í fíkniefnadeildinni voru sakaðir um spillingu í starfi þegar Aldís stýrði deildinni. Sigríður Björk bar í morgun að bæði ríkissaksóknari og greiningardeild ríkislögreglustjóra hefðu ekki treyst deildinni. Sagði hún að Aldís hefði starfað náið með öðrum lögreglumanninum sem var sagður spilltur og hafi verið í afneitun um að taka þyrfti á málum hans.Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í héraðsdómi í dag ásamt lögmanni sínum.vísir/eyþórVísir að „óæskilegum hreyfingum“ innan fíkniefnadeildarinnar Friðrik Smári var yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar og næsti yfirmaður Aldísar þegar hún var yfir fíkniefnadeildinni. Hann vísaði til samtals sem hann átti við lögreglustjóra 13. janúar í fyrra. Þar hafi Sigríður Björk sagt að hugsanlega þyrfti að skoða mál Aldísar vegna hylmingar í tengslum við mál annars lögreglumannsins sem var sakaður um spillingu.Rannsókn á þeim lögreglumanni var síðar felld niður og hefur hann höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna þess. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum. Hinn lögreglumaðurinn, Jens Gunnarsson, var hins vegar sakfelldur vegna spillingar í starfi. Jón H.B. Snorrason, sem var aðstoðarlögreglustjóri og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarinnar, hafði áður borið að Jens hefði verið einn aðalheimildamanna kæru á hendur hinum lögreglumanninum. Lýsti hann því sem vísi að því að „óæskilegar hreyfingar hafi verið í gangi“ innan fíkniefnadeildarinnar.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, og hægra megin Jón H. B. Snorrason, núverandi aðstoðarlögreglustjóri.lögreglanEnginn „urmull“ kvartana vegna Aldísar Komið hafði fram að harðar deilur höfðu geisað innan fíkniefnadeildarinnar sem skiptist í tvær ólíkar fylkingar. Sigríður Björk sagði að sér hefðu borist margar kvartanir undan því að Aldís hefði tekið afstöðu með annarri þeirra. Friðrik Smári sagði aftur á móti að enginn „urmull“ kvartana hefði borist vegna Aldísar, umfram það sem gengur og gerist. Einhverjum lögreglumönnum hafi fundist fram hjá sér gengið eða þeir ekki metnir að verðleikum. Sigríður Björk hafði sagt að hún hefði talið einhverja kvartendanna ofan af því að lýsa yfir vantrausti á Aldísi til að hlífa henni. Um þau rök sem lögreglustjóri lagði til grundvallar því að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar sagði Friðrik Smári að hann hefði slegið úr og í hvaða ástæður lágu þar að baki. Ein ástæðan væri að greiningardeild ríkislögreglustjóra treysti henni eða deild hennar ekki, önnur að hún ynni gegn lögreglustjóra. Enn önnur væri rannsóknirnar á lögreglumönnunum tvær.Kannaðist ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni Sjálf sagði Sigríður Björk í morgun að hún hefði þurft að grípa til aðgerða í fíkniefnadeildinni þar sem trúverðugleiki lögreglunnar væri í húfi. Jón H. B. kannaðist hins vegar ekki við að greiningardeildin hafi ekki viljað starfa með fíkniefnadeildinni. Það byggðist á misskilningi á því hvernig samstarfi þessar tveggja eininga væri háttað. „Því miður eru það einhverjar staðlausar meiningar að lýsa þessu svona,“ sagði Jón.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45