Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 18:00 Um 20 til 30 kindum var bjargað í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg
Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23