Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 15:23 Brúin yfir Kolgrímu við Skálafell rétt vestan við Mýrar. Eins og sjá má er rennsli í ánni mjög mikið. Lögreglan á Suðurlandi Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira