Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 11:30 BIrgitta Jónsdóttir. Vísir/Anton Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það fráleitt að halda því fram að skýrslan um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði ekki haft áhrif á úrslit þingkosninga. Birgitta segir þetta í færslu á Facebook þar sem hún vísar í orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Ef skýrslan hefði komið inn á þing stuttu fyrir kosningar og fólk séð svart á hvítu hversu miklu af skattfé er blætt framhjá hefði með sanni í það minnsta komið þessum málaflokki aftur á dagskrá. Ég þori ekkert að fullyrða eins og Bjarni um áhrif á stöðu flokks hans, en þetta hefði breytt umræðunni svo mikið er víst,“ segir Birgitta. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Starfshópurinn átti upphaflega að skila skýrslunni í lok júnímánaðar. Birgitta segir í Facebook-færslunni að margir hafi sagt stjórnarandstöðuna ekki hafa gert neitt til að halda umræðunni um Panamaskjölin lifandi fyrir kosningar. Hún sé þó ekki tilbúin að fallast á þá söguskoðun. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Sjá má færslu Birgittu í heild sinni að neðan. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er á sama máli og Birgitta en hún ræddi málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það fráleitt að halda því fram að skýrslan um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði ekki haft áhrif á úrslit þingkosninga. Birgitta segir þetta í færslu á Facebook þar sem hún vísar í orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Ef skýrslan hefði komið inn á þing stuttu fyrir kosningar og fólk séð svart á hvítu hversu miklu af skattfé er blætt framhjá hefði með sanni í það minnsta komið þessum málaflokki aftur á dagskrá. Ég þori ekkert að fullyrða eins og Bjarni um áhrif á stöðu flokks hans, en þetta hefði breytt umræðunni svo mikið er víst,“ segir Birgitta. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Starfshópurinn átti upphaflega að skila skýrslunni í lok júnímánaðar. Birgitta segir í Facebook-færslunni að margir hafi sagt stjórnarandstöðuna ekki hafa gert neitt til að halda umræðunni um Panamaskjölin lifandi fyrir kosningar. Hún sé þó ekki tilbúin að fallast á þá söguskoðun. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Sjá má færslu Birgittu í heild sinni að neðan. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er á sama máli og Birgitta en hún ræddi málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06