Formaður Viðreisnar: Augljóst að lendingin varðandi ESB er málamiðlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 23:46 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20