Konur fá tæp 9 prósent höfundarréttargjalda frá Stef: „Á stærstu miðlum landsins þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. mars 2017 20:00 Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira