Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 14:32 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan/vilhelm Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag. Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag.
Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46