Helgi Hrafn: Alþingi þarf ekki framkvæmdavald til að berja sig til hlýðni Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 19:30 Stjórnarandstöðuna er farið að lengja eftir því að Alþingi komi saman en mjög naumur tími verður til að afgreiða fjárlög nýrrar ríkisstjórnar verði hún mynduð upp úr miðri næstu viku. Eftir að stjórnarsáttmáli hefur verið blessaður af stofnunum flokkanna á ný ríkisstjórn eftir að afgreiða frá sér fjárlagafrumvarp sem leggja verður fram í upphafi þings. Nú eru fjórar vikur liðnar frá alþingskosningum og enn ekki búið að mynda ríkisstjórn. En noikkrar líkur eru á að því verði lokið um miðja næstu viku. Það þýðir að þegar þing kemur saman kannski á bilinu 4. til 6. desember en þá eru aðeins þrjár vikur til jóla til að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Stefnt hefur verið að því að þing komi saman þriðjudaginn 5. desember en það gæti dregist um nokkra daga þar til ný stjórn hefur afgreitt frá sér fjárlagafrumvarp. Það stefnir því í tímaþröng á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir að ný stjórn verði að semja við stjórnarandstöðuna. „Ég held að það stefni í að það verði hér mikill sprettur ef menn ætla að klára fjárlagafrumvarp á réttum tíma. Stjórnarandstaðan hefur að sjálfsögðu ekki neitt verið látin vita um eitt eða neitt varðandi mögulegar breytingar á fjárlagafrumvarpi. Þannig að við bíðum bara spennt. En það er mikilvægt að menn hafi það í huga að ef afgreiða á fjárlagafrumvarp á þessum tíma sem okkur sýnist að verði lítill, þarf að ná um það samkomulagi við stjórnarandstöðuna,“ segir Gunnar Bragi. Helgi Hrafn Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata gagnrýnir að þing hafi ekki verið kallað saman. „Við erum að bíða eftir ríkisstjórn. Alþingi er að bíða eftir framkvæmdavaldinu til að Alþingi geti starfað. Mig langar svolítið til að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun og veru klikkað ef maður pælir í því. Við erum löggjafarsamkoman og við eigum að getað starfað þótt nú sé starfsstjórn til staðar.“ Fjárlög eru venjulega afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi. En þingið kom saman hinn 6. desember í fyrra þótt ekki hafi þá verið búið að mynda meirihluta á þingi og komu flokkarnir sér saman um afgreiðslu fjárlaga. Nú liggur einnig að til viðbótar fyrir samkomulag flokkanna um að klára auk fjárlaga frumvarp um notendastýrða persónulega þjónustu. „Það kannski segir okkur að það þyrfti að ná meiri almennri sátt um fjárlagafrumvarp á hverjum tíma þegar það er lagt fram í september, október. Þannig að það sé kannski minni titringur verði breytingar á stjórnarfarinu eins og við sjáum núna,“ segir Gunnar Bragi. Og Helgi Hrafn að nú sitji starfsstjórn og vel hægt að funda á Alþingi. Þér finnst semsagt að það hefði átt að boða þing saman fyrr? „Mér finnst að Alþingi eigi að geta starfað þótt ekki sé búið að mynda nýja ríkisstjórn. Það er starfsstjórn til staðar. Það er alveg hægt að halda Alþingi gangandi þótt ekki sé framkvæmdavald til að berja Alþingi til hlýðni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Stjórnarandstöðuna er farið að lengja eftir því að Alþingi komi saman en mjög naumur tími verður til að afgreiða fjárlög nýrrar ríkisstjórnar verði hún mynduð upp úr miðri næstu viku. Eftir að stjórnarsáttmáli hefur verið blessaður af stofnunum flokkanna á ný ríkisstjórn eftir að afgreiða frá sér fjárlagafrumvarp sem leggja verður fram í upphafi þings. Nú eru fjórar vikur liðnar frá alþingskosningum og enn ekki búið að mynda ríkisstjórn. En noikkrar líkur eru á að því verði lokið um miðja næstu viku. Það þýðir að þegar þing kemur saman kannski á bilinu 4. til 6. desember en þá eru aðeins þrjár vikur til jóla til að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Stefnt hefur verið að því að þing komi saman þriðjudaginn 5. desember en það gæti dregist um nokkra daga þar til ný stjórn hefur afgreitt frá sér fjárlagafrumvarp. Það stefnir því í tímaþröng á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir að ný stjórn verði að semja við stjórnarandstöðuna. „Ég held að það stefni í að það verði hér mikill sprettur ef menn ætla að klára fjárlagafrumvarp á réttum tíma. Stjórnarandstaðan hefur að sjálfsögðu ekki neitt verið látin vita um eitt eða neitt varðandi mögulegar breytingar á fjárlagafrumvarpi. Þannig að við bíðum bara spennt. En það er mikilvægt að menn hafi það í huga að ef afgreiða á fjárlagafrumvarp á þessum tíma sem okkur sýnist að verði lítill, þarf að ná um það samkomulagi við stjórnarandstöðuna,“ segir Gunnar Bragi. Helgi Hrafn Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata gagnrýnir að þing hafi ekki verið kallað saman. „Við erum að bíða eftir ríkisstjórn. Alþingi er að bíða eftir framkvæmdavaldinu til að Alþingi geti starfað. Mig langar svolítið til að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun og veru klikkað ef maður pælir í því. Við erum löggjafarsamkoman og við eigum að getað starfað þótt nú sé starfsstjórn til staðar.“ Fjárlög eru venjulega afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi. En þingið kom saman hinn 6. desember í fyrra þótt ekki hafi þá verið búið að mynda meirihluta á þingi og komu flokkarnir sér saman um afgreiðslu fjárlaga. Nú liggur einnig að til viðbótar fyrir samkomulag flokkanna um að klára auk fjárlaga frumvarp um notendastýrða persónulega þjónustu. „Það kannski segir okkur að það þyrfti að ná meiri almennri sátt um fjárlagafrumvarp á hverjum tíma þegar það er lagt fram í september, október. Þannig að það sé kannski minni titringur verði breytingar á stjórnarfarinu eins og við sjáum núna,“ segir Gunnar Bragi. Og Helgi Hrafn að nú sitji starfsstjórn og vel hægt að funda á Alþingi. Þér finnst semsagt að það hefði átt að boða þing saman fyrr? „Mér finnst að Alþingi eigi að geta starfað þótt ekki sé búið að mynda nýja ríkisstjórn. Það er starfsstjórn til staðar. Það er alveg hægt að halda Alþingi gangandi þótt ekki sé framkvæmdavald til að berja Alþingi til hlýðni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira