Elsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur tekur miklum breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 19:00 Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira