Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2017 16:20 Frá meðferð sakamálsins fyrir dómi. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira