Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2017 16:20 Frá meðferð sakamálsins fyrir dómi. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira