Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna hneykslaður á skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 18:27 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir hjólreiðamenn vera algjörlega á móti boði og bönnum þegar kemur að hjólreiðum en það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til innanríkisráðuneytisins að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem er mikil umferð og mikill hraði. Kom þetta fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um banaslys í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðamaður lést eftir að leigubíll keyrði aftan á hann. Rætt var við Ásbjörn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og hann spurður út í hvernig tillögur rannsóknarnefndarinnar legðust í reiðhjólafólk. „Mjög illa. Við erum algjörlega á móti boðum og bönnum og við teljum alls ekki að þetta sé rétta leiðin að hindra þá sem vilja hjóla í því að hjóla og þar sem þeir þurfa að hjóla. Staðreyndin er bara sú að ef það er boðið upp á góða valkosti í hjólreiðum þá velur fólk þær leiðir sem eru öruggar og fljótlegar að fara,“ sagði Ásbjörn. Aðspurður hvort að aðstæður í Ártúnsbrekkunni væru nógu góðar til að leyfa hjólreiðar þar sagði hann að þær væru ekki góðar en að menn geti hjólað í öxlunum og nýtt þá. Þá sagðist Ásbjörn vera svolítið hneykslaður á niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Eftir að hafa lesið þessa skýrslu þá er maður svolítið hissa að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni svolítið yfir á hjólreiðamanninn sem er þó með blikkandi ljós og í gulu vesti á meðan ábyrgðinni er ekki varpað á leigubílstjórann sem er atvinnumaður er með tæki í glugganum sem hindra útsýni og er þreyttur og keyrir of hratt. Og að lausnin skuli vera að banna hjólreiðar finnst mér með ólíkindum í stað þess að stinga upp á því að það séu settar í alla atvinnubíla. Ég er svolítið hneykslaður á hver niðurstaða skýrslunnar er,“ sagði Ásbjörn en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir hjólreiðamenn vera algjörlega á móti boði og bönnum þegar kemur að hjólreiðum en það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til innanríkisráðuneytisins að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem er mikil umferð og mikill hraði. Kom þetta fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um banaslys í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðamaður lést eftir að leigubíll keyrði aftan á hann. Rætt var við Ásbjörn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og hann spurður út í hvernig tillögur rannsóknarnefndarinnar legðust í reiðhjólafólk. „Mjög illa. Við erum algjörlega á móti boðum og bönnum og við teljum alls ekki að þetta sé rétta leiðin að hindra þá sem vilja hjóla í því að hjóla og þar sem þeir þurfa að hjóla. Staðreyndin er bara sú að ef það er boðið upp á góða valkosti í hjólreiðum þá velur fólk þær leiðir sem eru öruggar og fljótlegar að fara,“ sagði Ásbjörn. Aðspurður hvort að aðstæður í Ártúnsbrekkunni væru nógu góðar til að leyfa hjólreiðar þar sagði hann að þær væru ekki góðar en að menn geti hjólað í öxlunum og nýtt þá. Þá sagðist Ásbjörn vera svolítið hneykslaður á niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Eftir að hafa lesið þessa skýrslu þá er maður svolítið hissa að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni svolítið yfir á hjólreiðamanninn sem er þó með blikkandi ljós og í gulu vesti á meðan ábyrgðinni er ekki varpað á leigubílstjórann sem er atvinnumaður er með tæki í glugganum sem hindra útsýni og er þreyttur og keyrir of hratt. Og að lausnin skuli vera að banna hjólreiðar finnst mér með ólíkindum í stað þess að stinga upp á því að það séu settar í alla atvinnubíla. Ég er svolítið hneykslaður á hver niðurstaða skýrslunnar er,“ sagði Ásbjörn en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36