Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 22:26 Sóley Tómasdóttir var í London með móður sinni á dögunum og gerðu þær smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfinu. vísir/anton brink Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira