Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 22:26 Sóley Tómasdóttir var í London með móður sinni á dögunum og gerðu þær smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfinu. vísir/anton brink Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira