Undanfarið hafa ýmsir bent á það að aðgengi að tíðavörum mætti vera betra á almenningssalernum en ekki er algengt að boðið sé upp á frí dömubindi eða túrtappa þar.
Þannig er nýjasta tölublað Framhaldsskólablaðsins væri tileinkað blæðingum og sagði Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, ritstýra blaðsins, að ein ástæða þess að blaðið fjalli um blæðingar sé til að vekja athygli á því að tíðavörur eru ekki aðgengilegar á salernum í framhaldsskólum.