Ráðherra og þingmenn í myndaþætti Framhaldsskólablaðsins um blæðingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 20:30 Nýjasta tölublað Framhaldsskólablaðsins sem kom út í síðasta mánuði en birt var á netinu nú fyrir helgi er tileinkað blæðingum.Á meðal efnis í blaðinu er myndaþáttur sem ber yfirskriftina „Okkur blæðir“ en ljósmyndun og úrvinnsla voru í höndum Jennýjar Mikaelsdóttur, nemanda í Tækniskólanum, sem meðal annars myndaði Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata og Katrínu Jakobsdóttur, þingmann og formann Vinstri grænna. „Fyrir síðasta tölublað vildum við gera eitthvað aðeins umfangsmeira en blöðin þar á undan og eitthvað sem við ræddum var að eitthvað svona málefni sem við gætum vakið athygli á væri einmitt blæðingar. Við vorum bara mikið að pæla í hlutum sem fólk tengir við en eru kannski tabú. Það er auðvitað búin að vera mikil vitundarvakning síðustu misseri í tengslum við réttindi kvenna en eitthvað sem snerti mikið við okkur voru blæðingar svo við ákváðum að tileinka blaðið þeim,“ segir Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum og ritstýra blaðsins, í samtali við Vísi.Vildu vekja athygli á blæðingum með grafískum hætti Hún segir aðspurð að þeim hafi gengið vel að fá konur til að taka þátt í gerð blaðsins og koma til dæmis í myndaþáttinn. „Aðalmálið með þessum myndaþætti var að vekja athygli á því að fólk með píku fer á túr og við vildum gera það með dálítið grafískum hætti. Við vildum líka vekja athygli á því að tíðavörur eru ekki aðgengilegar á almenningsklósettum, eins og til dæmis klósettpappír, en þær ættu auðvitað að vera það,“ segir Eva Dröfn sem segir þörf á umræðu um blæðingar sem enn séu feimnismál fyrir margar konur og stelpur. „Framhaldsskólablaðið tók þetta líka svolítið út af því að það eru ekki tíðavörur á klósettunum í framhaldsskólunum, ekki túrtappar eða dömubindi. Maður hefur einmitt lent í því að hvísla eitthvað á milli stelpnanna hvort einhver sé með dömubindi, eða ég reyndar kalla það bara yfir stofuna, en flestar eru ekkert að auglýsa það mikið að þær séu á blæðingum og þetta er svolítil skömm sem fylgir þessu. Það ætti auðvitað ekki að vera þannig því þetta er eins náttúrulegt og að pissa,“ segir Eva Dröfn.„Ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á túr“ Í blaðinu er einnig vakin athygli á því í öðrum myndaþætti sem ber yfirskriftina „Tíðavörur eru lúxusvörur“ að túrtappar og dömubindi bera 24 prósenta virðisaukaskatt þrátt fyrir að í raun sé um að ræða nauðsynjavörur fyrir konur. „Skattþrepið sem tíðavörur eru í er sama skattþrep að mér skilst og lúxusvörur,“ segir Eva Dröfn og bætir við: „Þá er ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á blæðingar. Maður þarf ekki að leggja svona mikið út fyrir því að kaupa sér klósettpappír eða tannkrem en þetta sýnir í raun bara ákveðna kvenfyrirlitningu í samfélaginu.“Hér má nálgast umfjallanir úr Framhaldsskólablaðinu sem tileinkað var blæðingum. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Nýjasta tölublað Framhaldsskólablaðsins sem kom út í síðasta mánuði en birt var á netinu nú fyrir helgi er tileinkað blæðingum.Á meðal efnis í blaðinu er myndaþáttur sem ber yfirskriftina „Okkur blæðir“ en ljósmyndun og úrvinnsla voru í höndum Jennýjar Mikaelsdóttur, nemanda í Tækniskólanum, sem meðal annars myndaði Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata og Katrínu Jakobsdóttur, þingmann og formann Vinstri grænna. „Fyrir síðasta tölublað vildum við gera eitthvað aðeins umfangsmeira en blöðin þar á undan og eitthvað sem við ræddum var að eitthvað svona málefni sem við gætum vakið athygli á væri einmitt blæðingar. Við vorum bara mikið að pæla í hlutum sem fólk tengir við en eru kannski tabú. Það er auðvitað búin að vera mikil vitundarvakning síðustu misseri í tengslum við réttindi kvenna en eitthvað sem snerti mikið við okkur voru blæðingar svo við ákváðum að tileinka blaðið þeim,“ segir Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum og ritstýra blaðsins, í samtali við Vísi.Vildu vekja athygli á blæðingum með grafískum hætti Hún segir aðspurð að þeim hafi gengið vel að fá konur til að taka þátt í gerð blaðsins og koma til dæmis í myndaþáttinn. „Aðalmálið með þessum myndaþætti var að vekja athygli á því að fólk með píku fer á túr og við vildum gera það með dálítið grafískum hætti. Við vildum líka vekja athygli á því að tíðavörur eru ekki aðgengilegar á almenningsklósettum, eins og til dæmis klósettpappír, en þær ættu auðvitað að vera það,“ segir Eva Dröfn sem segir þörf á umræðu um blæðingar sem enn séu feimnismál fyrir margar konur og stelpur. „Framhaldsskólablaðið tók þetta líka svolítið út af því að það eru ekki tíðavörur á klósettunum í framhaldsskólunum, ekki túrtappar eða dömubindi. Maður hefur einmitt lent í því að hvísla eitthvað á milli stelpnanna hvort einhver sé með dömubindi, eða ég reyndar kalla það bara yfir stofuna, en flestar eru ekkert að auglýsa það mikið að þær séu á blæðingum og þetta er svolítil skömm sem fylgir þessu. Það ætti auðvitað ekki að vera þannig því þetta er eins náttúrulegt og að pissa,“ segir Eva Dröfn.„Ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á túr“ Í blaðinu er einnig vakin athygli á því í öðrum myndaþætti sem ber yfirskriftina „Tíðavörur eru lúxusvörur“ að túrtappar og dömubindi bera 24 prósenta virðisaukaskatt þrátt fyrir að í raun sé um að ræða nauðsynjavörur fyrir konur. „Skattþrepið sem tíðavörur eru í er sama skattþrep að mér skilst og lúxusvörur,“ segir Eva Dröfn og bætir við: „Þá er ekki verið að gera ráð fyrir þessari náttúrulegu starfsemi kvenna og fólks sem fer á blæðingar. Maður þarf ekki að leggja svona mikið út fyrir því að kaupa sér klósettpappír eða tannkrem en þetta sýnir í raun bara ákveðna kvenfyrirlitningu í samfélaginu.“Hér má nálgast umfjallanir úr Framhaldsskólablaðinu sem tileinkað var blæðingum.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira