Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2017 06:00 Margir nemar reyna að fá eitthvað bitastætt á ferilskrá. vísir/ernir Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira