Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. september 2017 06:00 Norðurá í Borgarfirði er gjöful á og vinsæl meðal laxveiðimanna. Vísir/GVA Þrátt fyrir að vera nú að fullu í eigu ríkisins breytir Íslandsbanki ekki út af þeirri venju að bjóða völdum viðskiptavinum í laxveiði. Arion banki bauð viðskiptavinum í tvær veiðiferðir en Landsbankinn gerir ekki slíkt. Viðskiptabankarnir, að Landsbankanum undanskildum, hófu að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði á ný árið 2014. Höfðu boðsferðirnar verið aflagðar frá hruni. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka bauð bankinn, líkt og síðustu ár, viðskiptavinum í eina boðsferð í laxveiði í Norðurá. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir það hafa verið sólarhringsferð. Bankinn vill ekki upplýsa hversu mörgum var boðið í veiði né hver kostnaðurinn var. Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 er kröfuhafar Glitnis afhentu ríkinu 95 prósent eignarhlut í bankanum sem hluta af stöðugleikaframlagi.Eins og besta hótel Norðurá í Borgarfirði er ein af bestu laxveiðiám landsins en samkvæmt upplýsingum af vef hennar er meðalveiði síðustu 10 ára rúmlega tvö þúsund laxar á ári. Við Norðurá eru tvö veiðihús en í aðalveiðihúsinu njóta gestir árinnar fullrar þjónustu „eins og best gerist á bestu hótelum,“ segir á vefnum.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/ErnirVerð á hverja stöng er mjög breytilegt í laxveiðiám almennt eftir tímabilum yfir sumarið og því erfitt að finna út hver kostnaðurinn kann að hafa verið við þessar boðsferðir. Hann getur numið frá 30 til 150 þúsund krónum á stöng eftir því hvenær farið er í veiði. Landsbankinn, sem sömuleiðis er í eigu ríkisins, segir að þar á bæ sé viðskiptavinum hvorki boðið í veiði né aðrar slíkar ferðir. Þannig hefur það verið frá hruni. Arion banki, sem íslenska ríkið á 13 prósent hlut í, hóf að bjóða viðskiptavinum sínum í laxveiði sumarið 2014 og voru það fyrstu boðsferðir bankans frá hruni. Það sumar var farið í tvær veiðiferðir en þrjár árið 2015.Algengt fyrir hrun Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að bankinn telji ekki rétt að upplýsa um samskipti við viðskiptavini sína. Hins vegar hafi bankinn áður veitt upplýsingar um fjölda ferða og í ár hafi verið farnar tvær slíkar ferðir. Boðsferðir voru íburðarmiklar og algengar hjá bönkunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að þegar allur risnukostnaður Glitnis, Kaupþings og Landsbankans vegna boðsferða, gestamóttöku, veiði, íþróttaviðburða og gjafa á árinum 2004 til 2008 var tekinn saman nam hann rúmlega þremur milljörðum króna. Boðsferðir voru birtingarmynd óhófs, samkvæmt skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Þrátt fyrir að vera nú að fullu í eigu ríkisins breytir Íslandsbanki ekki út af þeirri venju að bjóða völdum viðskiptavinum í laxveiði. Arion banki bauð viðskiptavinum í tvær veiðiferðir en Landsbankinn gerir ekki slíkt. Viðskiptabankarnir, að Landsbankanum undanskildum, hófu að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði á ný árið 2014. Höfðu boðsferðirnar verið aflagðar frá hruni. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka bauð bankinn, líkt og síðustu ár, viðskiptavinum í eina boðsferð í laxveiði í Norðurá. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir það hafa verið sólarhringsferð. Bankinn vill ekki upplýsa hversu mörgum var boðið í veiði né hver kostnaðurinn var. Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 er kröfuhafar Glitnis afhentu ríkinu 95 prósent eignarhlut í bankanum sem hluta af stöðugleikaframlagi.Eins og besta hótel Norðurá í Borgarfirði er ein af bestu laxveiðiám landsins en samkvæmt upplýsingum af vef hennar er meðalveiði síðustu 10 ára rúmlega tvö þúsund laxar á ári. Við Norðurá eru tvö veiðihús en í aðalveiðihúsinu njóta gestir árinnar fullrar þjónustu „eins og best gerist á bestu hótelum,“ segir á vefnum.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/ErnirVerð á hverja stöng er mjög breytilegt í laxveiðiám almennt eftir tímabilum yfir sumarið og því erfitt að finna út hver kostnaðurinn kann að hafa verið við þessar boðsferðir. Hann getur numið frá 30 til 150 þúsund krónum á stöng eftir því hvenær farið er í veiði. Landsbankinn, sem sömuleiðis er í eigu ríkisins, segir að þar á bæ sé viðskiptavinum hvorki boðið í veiði né aðrar slíkar ferðir. Þannig hefur það verið frá hruni. Arion banki, sem íslenska ríkið á 13 prósent hlut í, hóf að bjóða viðskiptavinum sínum í laxveiði sumarið 2014 og voru það fyrstu boðsferðir bankans frá hruni. Það sumar var farið í tvær veiðiferðir en þrjár árið 2015.Algengt fyrir hrun Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að bankinn telji ekki rétt að upplýsa um samskipti við viðskiptavini sína. Hins vegar hafi bankinn áður veitt upplýsingar um fjölda ferða og í ár hafi verið farnar tvær slíkar ferðir. Boðsferðir voru íburðarmiklar og algengar hjá bönkunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að þegar allur risnukostnaður Glitnis, Kaupþings og Landsbankans vegna boðsferða, gestamóttöku, veiði, íþróttaviðburða og gjafa á árinum 2004 til 2008 var tekinn saman nam hann rúmlega þremur milljörðum króna. Boðsferðir voru birtingarmynd óhófs, samkvæmt skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira