Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 10:30 Frá æfingum Suður-Kóreu í kjölfar tilraunasprengingarinnar í gær. Vísir/EPA Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum. Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum.
Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira