Innlent

Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jakobsson landlæknir.
Birgir Jakobsson landlæknir. MYND/VÍSIR
Velferðarráðuneytið hefur auglýst embætti landlæknis laust til umsóknar. Verður skipað í embættið frá 1. apríl næstkomandi þegar Birgir Jakobsson lætur af störfum vegna aldurs, líkt og kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Birgir tók við starfi landlæknis í ársbyrjun 2015, en hann tók við starfinu af Geir Gunnlaugssyni.

Umsóknarfrestur er til 20. desember næstkomandi, en heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati sérstakrar nefndar.

Á vef ráðuneytisins má sjá upplýsingar um starfið en umsækjendur skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. „Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×