Danny Brown, Nadia Rose og Bjarki mæta á Sónar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 11:00 Þessir tónleikagestir skemmtu sér vel á Sónar Reykjavík í fyrra. Ljósmyndari Sónar 2017 Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest eru að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í mars. Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er ein stærsta útflutningsvara íslenskrar tónlistar síðastliðið ár, Bjarki, sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveim árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Aðstandendur hátíðarinnar segjast sérstaklega stoltir yfir því að fá tónlistarkonuna Jlin til Íslands. Hún sé að vekja gríðarlega athygli fyrir breiðskífuna Black Origami. Þá mun hin eindæmum hæfileikaríka Eva808 loks stíga á stokk á tónlistarhátíð í heimalandi sínu. Þá sé koma tónlistarkonunnar og plötusnúðsins Lena Willikens á Sónar Reykjavík einnig mikill fengur fyrir íslenska tónlistaráhangendur, sem og koma Bad Gyal sem oft hefur verið titluð spænska Rihanna. Ekki má heldur gleyma íslenska tónlistarmanninum Volruptus sem ekkert hefur komið fram hérlendis eftir að hann sprakk út í kjölfar útgáfna sinna á plötumerkjunum bbbbbb og Trip. Þessar vinkonur skelltu sér á Sónar í fyrra.Glamour/Rakel Tómasdóttir„Í kjölfar einstaklega vel heppnað samstarfs Exos og breska tónlistarmannsins Blawan á Sónar Reykjavík í fyrra (Exos b2b Blawan) hafa aðstanendur hátíðarinnar unnið að því því að halda áfram með viðlíka samstarfsgrundvöll innlendra og erlendra listamanna og plötusnúða,“ segir í tilkynningunni. Í ár mun hin íslenska Yamaho og breska Cassy koma fram saman í bílakjallara Hörpu sem Yamaho b2b Cassy. Þá mun vinsælasta dúó landsins, JóiPé x Króli, hljómsveitin Vök og Högni, sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu hjá Erased Tapes, einnig koma fram á Sónar Reykjavik 2018. Sónar Reykjavik fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru: Danny Brown (US) Nadia Rose (UK) Bjarki (IS) Jlin (US) Lena Willikens (DE) Högni (IS) Cassy b2b Yamaho (UK / IS) Bad Gyal (ES) Volruptus (IS) JóiPé x Króli (IS) Eva808 (IS) Vök (IS) Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is. Miðaverð er á bilinu 17-25 þúsund krónur. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðastliðin þrjú ár, og áhugasamir því hvattir til að tryggja sér miða í tíma. Um Sónar Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Auk Sónar Festival í Barcelona fara Sónar hátíðir einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Santiago de Chile, Buenos Aires, Bogóta og Reykjavík. Sónar fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og er fyrsti viðkomustaður hátíðarhaldanna, þ.e. fyrsta Sónar hátíð árins. Sónar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest eru að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í mars. Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er ein stærsta útflutningsvara íslenskrar tónlistar síðastliðið ár, Bjarki, sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveim árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Aðstandendur hátíðarinnar segjast sérstaklega stoltir yfir því að fá tónlistarkonuna Jlin til Íslands. Hún sé að vekja gríðarlega athygli fyrir breiðskífuna Black Origami. Þá mun hin eindæmum hæfileikaríka Eva808 loks stíga á stokk á tónlistarhátíð í heimalandi sínu. Þá sé koma tónlistarkonunnar og plötusnúðsins Lena Willikens á Sónar Reykjavík einnig mikill fengur fyrir íslenska tónlistaráhangendur, sem og koma Bad Gyal sem oft hefur verið titluð spænska Rihanna. Ekki má heldur gleyma íslenska tónlistarmanninum Volruptus sem ekkert hefur komið fram hérlendis eftir að hann sprakk út í kjölfar útgáfna sinna á plötumerkjunum bbbbbb og Trip. Þessar vinkonur skelltu sér á Sónar í fyrra.Glamour/Rakel Tómasdóttir„Í kjölfar einstaklega vel heppnað samstarfs Exos og breska tónlistarmannsins Blawan á Sónar Reykjavík í fyrra (Exos b2b Blawan) hafa aðstanendur hátíðarinnar unnið að því því að halda áfram með viðlíka samstarfsgrundvöll innlendra og erlendra listamanna og plötusnúða,“ segir í tilkynningunni. Í ár mun hin íslenska Yamaho og breska Cassy koma fram saman í bílakjallara Hörpu sem Yamaho b2b Cassy. Þá mun vinsælasta dúó landsins, JóiPé x Króli, hljómsveitin Vök og Högni, sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu hjá Erased Tapes, einnig koma fram á Sónar Reykjavik 2018. Sónar Reykjavik fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru: Danny Brown (US) Nadia Rose (UK) Bjarki (IS) Jlin (US) Lena Willikens (DE) Högni (IS) Cassy b2b Yamaho (UK / IS) Bad Gyal (ES) Volruptus (IS) JóiPé x Króli (IS) Eva808 (IS) Vök (IS) Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is. Miðaverð er á bilinu 17-25 þúsund krónur. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðastliðin þrjú ár, og áhugasamir því hvattir til að tryggja sér miða í tíma. Um Sónar Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Auk Sónar Festival í Barcelona fara Sónar hátíðir einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Santiago de Chile, Buenos Aires, Bogóta og Reykjavík. Sónar fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og er fyrsti viðkomustaður hátíðarhaldanna, þ.e. fyrsta Sónar hátíð árins.
Sónar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira