Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 16:29 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00