Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 16:29 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00