Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 22:00 Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“ Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira