Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. maí 2017 13:12 Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira