Verðandi forseti Alþingis segir þingmenn Suðurkjördæmis þurfa að láta til sín taka á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 12:02 Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira