Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 15:30 Páll Magnússon er oddviri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Vísir/anton Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, segist ósammála þeirri framsetningu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. „Ég er ósammála því hvernig hann tengir saman óskylda hluti eins og kostnað vegna hælisleitenda, sem er þó alveg umræðunnar virði, og útgjöld vegna annarra mála“, segir Páll. Ásmundur sagði í grein sinni að ræða þurfi kostnað íslenska ríkisins vegna hælisleitenda. Vill þingmaðurinn meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi.Finnst þér Ásmundur gera þér og öðrum á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi erfitt fyrir með þessum orðum sínum?„Það kann að vera, en síðan verða menn að þola það að í stórum flokki hafa menn mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að ganga fram í einstökum málum. Mér finnst síðan viðbrögðin við þessari grein Ásmundar líka vera óþarflega harkaleg. Eins og þegar verið er að stilla Ásmundi upp sem rasista. Nú þekki ég Ásmund ágætlega og ég veit að það er hann ekki. Þó ég sé ósammála þessari framsetningu þá er ekkert í þessari grein sem gefur það til kynna að Ásmundur Friðriksson sé rasisti. Viðbrögðin eru yfirdrifin.“Ásmundur Friðriksson.Vísir/VilhelmGreinin kalli ekki á útstrikanir Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, eru í hópi þeirra sem hafa á samfélagsmiðlum hvatt Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að strika yfir nafn Ásmundar vegna afstöðu hans. Aðspurður um málið ítrekar Páll að honum þyki viðbrögðin við grein Ásmundar yfirdrifin. „Grein Ásmundar er ekki þess eðlis að mínu viti að hún kalli á viðbrögð af því tagi.“Málsmeðferðartími hælisleitenda styttur Páll leggur áherslu á að það að í þessari umræðu verði að gera greinarmun á þeim eðlismun sem sé á flóttamönnum annars vegar og hælisleitendum hins vegar. Þetta séu algerlega óskyld mál og segir hann að vandamálið varðandi framkvæmdina hafi verið sá langi málsmeðferðartími sem hafi snúið að hælisleitendum. „Það er beinlínis ómannúðlegt að taka átján mánuði, eins og þetta var orðið, í að komast að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekki réttmæta kröfu á dvöl hér á Íslandi. Eftir átján mánaða dvöl, þegar fólk var byrjað að aðlagast landinu – krakkar kannski byrjaðir í skóla og fólk komið í vinnu – að þá komust íslensk stjórnvöld kannski að því að krafa þeirra um hæli væri ekki á rökum reist. Sem betur fer er nú fyrir tilstilli okkar Sjálfstæðismanna búið að koma þessum málsmeðferðartíma úr því að vera átján mánuðir í rúmlega 50 daga, eins og hann er orðinn. Það gerir afgreiðsluna á þessum málum skilvirkari og mannúðlegri. Þetta finnst mér eiginlega vera aðalatriði málsins,“ segir Páll.Unnur Brá Konráðsdóttir.Vísir/AntonÍslendingar ekki stikkfrí Unnur Brá Konráðsdóttir, sem skipar fjórða sæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, tjáir sig einnig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hún Íslendinga ekki geta verið stikkfrí í því að takast á við það að fjölmargir standi frammi fyrir raunverulegri neyð. „Við viljum heldur ekki vera stikkfrí í því verkefni því í slíkri afstöðu felst enginn kærleikur og hreint út sagt engin glóra,“ segir Unnur Brá, en færslu hennar má sjá í heild sinni að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, segist ósammála þeirri framsetningu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. „Ég er ósammála því hvernig hann tengir saman óskylda hluti eins og kostnað vegna hælisleitenda, sem er þó alveg umræðunnar virði, og útgjöld vegna annarra mála“, segir Páll. Ásmundur sagði í grein sinni að ræða þurfi kostnað íslenska ríkisins vegna hælisleitenda. Vill þingmaðurinn meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi.Finnst þér Ásmundur gera þér og öðrum á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi erfitt fyrir með þessum orðum sínum?„Það kann að vera, en síðan verða menn að þola það að í stórum flokki hafa menn mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að ganga fram í einstökum málum. Mér finnst síðan viðbrögðin við þessari grein Ásmundar líka vera óþarflega harkaleg. Eins og þegar verið er að stilla Ásmundi upp sem rasista. Nú þekki ég Ásmund ágætlega og ég veit að það er hann ekki. Þó ég sé ósammála þessari framsetningu þá er ekkert í þessari grein sem gefur það til kynna að Ásmundur Friðriksson sé rasisti. Viðbrögðin eru yfirdrifin.“Ásmundur Friðriksson.Vísir/VilhelmGreinin kalli ekki á útstrikanir Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, eru í hópi þeirra sem hafa á samfélagsmiðlum hvatt Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að strika yfir nafn Ásmundar vegna afstöðu hans. Aðspurður um málið ítrekar Páll að honum þyki viðbrögðin við grein Ásmundar yfirdrifin. „Grein Ásmundar er ekki þess eðlis að mínu viti að hún kalli á viðbrögð af því tagi.“Málsmeðferðartími hælisleitenda styttur Páll leggur áherslu á að það að í þessari umræðu verði að gera greinarmun á þeim eðlismun sem sé á flóttamönnum annars vegar og hælisleitendum hins vegar. Þetta séu algerlega óskyld mál og segir hann að vandamálið varðandi framkvæmdina hafi verið sá langi málsmeðferðartími sem hafi snúið að hælisleitendum. „Það er beinlínis ómannúðlegt að taka átján mánuði, eins og þetta var orðið, í að komast að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekki réttmæta kröfu á dvöl hér á Íslandi. Eftir átján mánaða dvöl, þegar fólk var byrjað að aðlagast landinu – krakkar kannski byrjaðir í skóla og fólk komið í vinnu – að þá komust íslensk stjórnvöld kannski að því að krafa þeirra um hæli væri ekki á rökum reist. Sem betur fer er nú fyrir tilstilli okkar Sjálfstæðismanna búið að koma þessum málsmeðferðartíma úr því að vera átján mánuðir í rúmlega 50 daga, eins og hann er orðinn. Það gerir afgreiðsluna á þessum málum skilvirkari og mannúðlegri. Þetta finnst mér eiginlega vera aðalatriði málsins,“ segir Páll.Unnur Brá Konráðsdóttir.Vísir/AntonÍslendingar ekki stikkfrí Unnur Brá Konráðsdóttir, sem skipar fjórða sæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, tjáir sig einnig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hún Íslendinga ekki geta verið stikkfrí í því að takast á við það að fjölmargir standi frammi fyrir raunverulegri neyð. „Við viljum heldur ekki vera stikkfrí í því verkefni því í slíkri afstöðu felst enginn kærleikur og hreint út sagt engin glóra,“ segir Unnur Brá, en færslu hennar má sjá í heild sinni að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent