Innlent

Saumaði pakka af kókaíni í nærbuxurnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð.
Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð. Vísir/Valli
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu í liðnum mánuði erlendan karlmann sem reyndist vera með umtalsvart magn af kókaíni innan klæða.

Pakkinn innihélt 350 grömm af kókaíni og var hann saumaður fastur í nærbuxur mannsins. Tollverðir lögðu hald á efnið.

 

Maðurinn hefur verið búsettur hér á landi um skeið og var að koma frá Barcelona á Spáni. Í för með honum var kona og voru þau bæði handtekin á Keflavíkurflugvelli af lögreglunni á Suðurnesjum.

Þau voru úrskurðuð í gæsluvarðhald en eru nú laus úr því og rannsókn málsins á lokastigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×