Missti ekki úr kennslustund þrátt fyrir erfið veikindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. september 2017 06:00 Sigurður Pálsson hlaut margsinnis verðlaun fyrir verk sín, en var jafnframt virtur kennari. "Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi Vignisson. vísir/stefán „Á þessari stundu er mér efst í huga söknuður við fráfall einstaks vinar úr æsku og allar götur síðan. Auðvitað vissum við að hverju dró og þó gat maður auðveldlega blekkt sig til að vona að honum yrði lengri lífdaga auðið af því hvað hann var til hinstu stundar gersamlega brilljant og andríkur,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur um vin sinn Sigurð Pálsson, rithöfund og þýðanda. Háskólasamfélagið og rithöfundar eru harmi slegnir við fráfall Sigurðar Pálssonar rithöfundar, sem er látinn 69 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í brjósthimnu fyrir þremur árum. Sigurður var fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann hafði þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var sæmdur fálkaorðunni á nýársdag 2017. „Að tala við hann var alltaf eins konar ljóðagjörningur. Við áttum ótal símtöl í gegnum árin og maður var alltaf uppnuminn eftir hvert símtal. Hann talaði oft í myndmáli og var talandi skáld, ekki bara skrifandi skáld,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent við íslenskudeild Háskóla Íslands og umsjónarmaður með ritlistarnámi við skólann.Pétur Gunnarsson rithöfundurRúnar Helgi segir að Sigurður hafi haldið þessu ljóðræna tungutaki alveg fram á síðasta dag. „Það er hálfur mánuður síðan ég hitti hann síðast á líknardeildinni og þá var það enn þá ljóðræn upplifun að heyra hann lýsa sínum veikindum og sínu meini. Hann var enn skapandi í hugsun, alveg fram í andlátið,“ segir Rúnar Helgi. Hann segir nemendur sína hafa tjáð sig opinskátt um andlát Sigurðar, enda hafi hann verið afar vinsæll og virtur kennari. Þau séu slegin þó að þau hafi vitað í hvað stefndi. Sigurður kenndi ritlist í tólf ár og leiðbeindi jafnframt nemendum með lokaverkefni þeirra. „Síðustu tvo vetur kenndi hann með krabbameinið og missti ekki úr eina einustu kennslustund þótt af honum væri dregið. Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi. Pétur segir að æviverk Sigurðar sé mikið að vöxtum, ljóð, leikrit, sögur og síðast en ekki síst öll þau erlendu verk sem hann miðlaði íslenskum lesendum í hágæða þýðingum. „Allt mun það lifa áfram og maðurinn sjálfur ógleymanlegur öllum sem honum kynntust,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Á þessari stundu er mér efst í huga söknuður við fráfall einstaks vinar úr æsku og allar götur síðan. Auðvitað vissum við að hverju dró og þó gat maður auðveldlega blekkt sig til að vona að honum yrði lengri lífdaga auðið af því hvað hann var til hinstu stundar gersamlega brilljant og andríkur,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur um vin sinn Sigurð Pálsson, rithöfund og þýðanda. Háskólasamfélagið og rithöfundar eru harmi slegnir við fráfall Sigurðar Pálssonar rithöfundar, sem er látinn 69 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í brjósthimnu fyrir þremur árum. Sigurður var fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann hafði þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var sæmdur fálkaorðunni á nýársdag 2017. „Að tala við hann var alltaf eins konar ljóðagjörningur. Við áttum ótal símtöl í gegnum árin og maður var alltaf uppnuminn eftir hvert símtal. Hann talaði oft í myndmáli og var talandi skáld, ekki bara skrifandi skáld,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent við íslenskudeild Háskóla Íslands og umsjónarmaður með ritlistarnámi við skólann.Pétur Gunnarsson rithöfundurRúnar Helgi segir að Sigurður hafi haldið þessu ljóðræna tungutaki alveg fram á síðasta dag. „Það er hálfur mánuður síðan ég hitti hann síðast á líknardeildinni og þá var það enn þá ljóðræn upplifun að heyra hann lýsa sínum veikindum og sínu meini. Hann var enn skapandi í hugsun, alveg fram í andlátið,“ segir Rúnar Helgi. Hann segir nemendur sína hafa tjáð sig opinskátt um andlát Sigurðar, enda hafi hann verið afar vinsæll og virtur kennari. Þau séu slegin þó að þau hafi vitað í hvað stefndi. Sigurður kenndi ritlist í tólf ár og leiðbeindi jafnframt nemendum með lokaverkefni þeirra. „Síðustu tvo vetur kenndi hann með krabbameinið og missti ekki úr eina einustu kennslustund þótt af honum væri dregið. Hann naut þess að vera í samskiptum við ritlistarnema og gladdist yfir velgengni þeirra,“ segir Rúnar Helgi. Pétur segir að æviverk Sigurðar sé mikið að vöxtum, ljóð, leikrit, sögur og síðast en ekki síst öll þau erlendu verk sem hann miðlaði íslenskum lesendum í hágæða þýðingum. „Allt mun það lifa áfram og maðurinn sjálfur ógleymanlegur öllum sem honum kynntust,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent