Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Uppreist æru Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Uppreist æru Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira