Tónlistin færir alzheimersjúklingum ró Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 22:23 Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira