Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira