„Þakklæti er okkur efst í huga“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 18:51 Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum. Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum.
Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03
Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40