Innlent

Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skipverjarnri þrír ræða hér við lögreglumenn á bryggjunni í Grindavík í morgun.
Skipverjarnri þrír ræða hér við lögreglumenn á bryggjunni í Grindavík í morgun.
Morrie Piersol, einn skipbrotsmannanna þriggja á bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í vikunni, segir að hann hafi einfaldlega vonað að skútan myndi koma aftur upp eftir að hún fékk á sig brotsjó og fór heilhring á hafi úti.

Mastur skútunnar brotnaði við það auk þess sem rafmagnslaust varð um borð en skipverjarnir komu í land í Grindavík í morgun.

„Skútan kom svo upp aftur. Allir voru öruggir og enginn meiddur en það var vatn í bátnum. Báturinn var kominn á réttan kjöl og við vorum í lagi. Við vorum blautir en í lagi,“ segir Piersol.

Hann segir að svo hafi skipverjarnir hafist handa við að dæla sjó úr skútunni.

„Við reyndum að dæla sjónum út og hentum líka fullt af dóti útbyrðis því það var allt á hvolfi um borð. Síðan sendum við neyðarboð, þrifum bátinn og reyndum svo að halda á okkur hita. Sem betur fer nam Landhelgisgæslan merkið.“

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt nánar við skipverjanna.


Tengdar fréttir

„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“

Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í morgun þegar áhöfn skútu lenti í sjávarháska en flugvélin er í leiguverkefni á vegnum NORDEX á Sikileyjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×