Ákvað að starfa við áhugamálið Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. ágúst 2017 11:00 Birta stakk sér bara beina leið í djúpu laugina og hefur opnað umboðsskrifstofu. Vísir/Ernir „Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“ Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
„Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira